Þegar við fórum á fætur í morgun var blindbylur úti og svo kallað brjálað veður. Þegar fór að nálgast hádegi var farið að sjá út úr augum og þá kom í ljós að snjórinn var hnédjúpur!!! Yngri kynslóðin hoppaði af kæti og dreif sig í gallann og það var ekki laust við að ég tæki smá hopp líka, í það minnsta í sálartetrinu. Svo mokuðum við sem mest við máttum þar til komið var hið myndarlegasta snjóhús. Heiðu var boðin þáttaka í mokstrinum og nú þegar hallar í fimm eru allir með rjóða vanga eftir hamaganginn og útiveruna, búið að njóta afrakstursins með kökuáti við kertaljós í snjóhúsinu. Ég held að það séu slík augnablik sem skilgreini hamingjuna.
sunnudagur, desember 21, 2003
Kristborg gafst upp á foreldrum sínum í vikunni og gisti hjá ömmu sinni og afa í þrjár nætur. Tilgangurinn var háleitur. Nú skyldu bakaðar piparkökur og skreyttar. Þetta tekur þrjú kvöld ef vel á að vera og henni var réttilega ljóst að þetta hefðist seint í foreldrahúsum. Ég beit á jaxlinn og reyndi að taka þetta ekki nærri mér. Þakka bara fyrir að eiga svona góða foreldra sem bjarga því sem misferst á mínu heimili. Ég var þó farin að sakna hennar illilega á þriðja degi og sótti hana í Dægradvölina til að bjóða henni upp á rjómaköku á Súfistanum. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég var að reyna að kaupa mér ást dóttur minnar en get bara ekkert að því gert. Ég hafði hana svo hjá mér í vinnunni þar til amma var búin í sinni vinnu og tími til kominn fyrir litlu að fara upp í Breiðholt. Ég hef nú endurheimt dóttur mína að nýju án endurgjalds og grætt fullan dúnk af fagurlega skreyttum piparkökum að auki!
Fyrirmyndarforeldrunum hljóp síðan kapp í kinn við að skipuleggja jólatrésniðurhögg upp í Kjós um helgina. Þóttust vera í þann mund að vinna sér inn fjöldamörg stig og bæta m.a. fyrir piparköku afglöpin. Hugmyndin féll þó í grýttan jarðveg hjá yngri deildinni og var kæfð með ræðuhöldum um það hvort við vissum virkilega ekki að tré væru lifandi verur rétt eins og við, um æðar þeirra rynni vökvi sem líkja mætti við blóð og ekki væri ólíklegt að þau hefðu tilfinningar líka. Að höggva niður slíkar verur væri níðingsverk sem hún, Kristborg, tæki ekki þátt í.
Það er nefnilega það. Eigum við þá ekki að hafa neitt jólatré? Jú, jú við erum nýbúin að föndra þetta líka fína jólatré úr vírherðatrjám og gylltu englahári, það er fullgott.
Allt í lagi þá, þetta er samþykkt í öldungadeildinni, en þess þó beðið næstu daga að skipt verði um skoðun með dramatískum hætti. Nú þegar hafa þó nokkur forvitin börn litið inn og barið litla gyllta jólatréð vantrúaraugum en Kristborg er staðföst og stolt.
Ég held að ég sé það bara líka.
Fyrirmyndarforeldrunum hljóp síðan kapp í kinn við að skipuleggja jólatrésniðurhögg upp í Kjós um helgina. Þóttust vera í þann mund að vinna sér inn fjöldamörg stig og bæta m.a. fyrir piparköku afglöpin. Hugmyndin féll þó í grýttan jarðveg hjá yngri deildinni og var kæfð með ræðuhöldum um það hvort við vissum virkilega ekki að tré væru lifandi verur rétt eins og við, um æðar þeirra rynni vökvi sem líkja mætti við blóð og ekki væri ólíklegt að þau hefðu tilfinningar líka. Að höggva niður slíkar verur væri níðingsverk sem hún, Kristborg, tæki ekki þátt í.
Það er nefnilega það. Eigum við þá ekki að hafa neitt jólatré? Jú, jú við erum nýbúin að föndra þetta líka fína jólatré úr vírherðatrjám og gylltu englahári, það er fullgott.
Allt í lagi þá, þetta er samþykkt í öldungadeildinni, en þess þó beðið næstu daga að skipt verði um skoðun með dramatískum hætti. Nú þegar hafa þó nokkur forvitin börn litið inn og barið litla gyllta jólatréð vantrúaraugum en Kristborg er staðföst og stolt.
Ég held að ég sé það bara líka.
laugardagur, desember 20, 2003
Fyrir þá sem ekki eru búnir að lesa um þetta allt í blöðunum þá er gaman að sjá að einhver hefur skemmt sér vel við að snúa á peningaplokkarana í Nígeríu: 419eater. Ég vorkenni þeim nú samt og veit ekki hvorir eru betri. Farið í letters archives og rúllið niður síðuna til að sjá hin ýmsu samskipti sem maðurinn hefur átt við menn sem vilja féfletta hann og sjáið hvernig hann dregur þá á tálar í staðinn. Þetta er nú reyndar svo makalaust að ég gæti jafn vel trúað því að þetta væri allt sett á svið. En það er allavega gaman að þessu.
föstudagur, desember 19, 2003
Fórum á jólahlaðborð með vinnufélögum um daginn. Margt ljúffengt bar við góma og voru þetta nautnir almennar. Papar stigu svo á svið og tókst með riggarobbinu að troðfylla dansgólfið í fyrstu þremur töktunum! Ég býst við að það sé þessi írska sveifla sem kveiki í fólki. Alveg magnað á að horfa. Þetta minnti mig á það þegar ég stóð einu sinni niðri í bæ á sautjánda júní og fylgdist með skemmtiatriðum á sviði. Þá var tilkynnt að Páll Óskar myndi taka eitt lag utan dagskrár. Á augabragði þustu að krakkar úr öllum áttum eins og stormsveipir í Ajax auglýsingu og mynduðu þétta kös við sviðið. Ég veit ekki einu sinni hvaðan þau komu, þau þustu bara að, rétt eins og foreldrakynslóð þeirra gerði á jólahlaðborðinu.
miðvikudagur, desember 17, 2003
Það eru þessi ýmsu skref í þroska barna sem koma flatt upp á mann, og það í tvennum skilningi. Annars vegar verður maður glaður og stórundrandi yfir áfanganum sem barnið hefur náð en hins vegar eru það viðbrögð manns sjálfs sem koma manni á óvart. Það getur nefnilega verið dálítið erfitt að takast á við það að börnin manns þurfi minna og minna á manni að halda.
Nú er Kristborg til dæmis allt í einu farin að ganga með úrið sem hún fékk í jólagjöf í fyrra. Sem þýðir það að þar sem við sitjum yfir morgunmatnum og ég er um það bil að fara að spenna mig upp í “farðu nú að drífa þig” rútínuna þá lítur daman á úrið sitt og segir, “Jæja klukkan er tuttugu mínútur í átta, best að fara að drífa sig”. Og svo drífur hún sig. Og eftir sit ég með sárt ennið. Reyni að tuða smá: “mundu eftir að greiða þér” og “farðu í skóna” en það er augljóslega frekar þreytt. Verð líklega að reyna að taka á þessu. Í gær reif ég hár mitt og skegg yfir því hvað það væri erfitt að koma stelpunni af stað á morgnana, "hún hefði bara ekkert tímaskyn barnið", en nú græt ég yfir að fá ekki tækifæri til að rífa í þetta sama hár! Ef sjálfsmynd mín hrynur og tómlætið nær tökum á mér við það að ég fæ ekki að fara með tuðrútínuna mína á morgnana, er mér þá viðbjargandi?
Nú er Kristborg til dæmis allt í einu farin að ganga með úrið sem hún fékk í jólagjöf í fyrra. Sem þýðir það að þar sem við sitjum yfir morgunmatnum og ég er um það bil að fara að spenna mig upp í “farðu nú að drífa þig” rútínuna þá lítur daman á úrið sitt og segir, “Jæja klukkan er tuttugu mínútur í átta, best að fara að drífa sig”. Og svo drífur hún sig. Og eftir sit ég með sárt ennið. Reyni að tuða smá: “mundu eftir að greiða þér” og “farðu í skóna” en það er augljóslega frekar þreytt. Verð líklega að reyna að taka á þessu. Í gær reif ég hár mitt og skegg yfir því hvað það væri erfitt að koma stelpunni af stað á morgnana, "hún hefði bara ekkert tímaskyn barnið", en nú græt ég yfir að fá ekki tækifæri til að rífa í þetta sama hár! Ef sjálfsmynd mín hrynur og tómlætið nær tökum á mér við það að ég fæ ekki að fara með tuðrútínuna mína á morgnana, er mér þá viðbjargandi?
þriðjudagur, desember 09, 2003
Sigtryggur hefur ótrúlega mikil samsipti við okkur með sínum litla orðaforða. Tökum dæmi.
1. dæmi:
Sigtryggur: “Mamma! Pabbi brrrrr híhíhíh” (hneggjar). Leggst á fjóra fætur, hneggjar og prjónar.
Lesist: Móðir góð. Ég og faðir minn ókum í húsdýragarðinn og sáum þar hest.
2. dæmi:
Sigtryggur: “Amma ís”.
Lesist: Amma gaf mér is í síðustu heimsókn minni til hennar.
3. dæmi:
Sigtryggur: “Amma ís, búi”.
Lesist: Nú er ísinn uppurinn þar efra enda hefi ég klárað hann.
1. dæmi:
Sigtryggur: “Mamma! Pabbi brrrrr híhíhíh” (hneggjar). Leggst á fjóra fætur, hneggjar og prjónar.
Lesist: Móðir góð. Ég og faðir minn ókum í húsdýragarðinn og sáum þar hest.
2. dæmi:
Sigtryggur: “Amma ís”.
Lesist: Amma gaf mér is í síðustu heimsókn minni til hennar.
3. dæmi:
Sigtryggur: “Amma ís, búi”.
Lesist: Nú er ísinn uppurinn þar efra enda hefi ég klárað hann.
sunnudagur, desember 07, 2003
Var að gera þá merkilegu uppgötvun að Jólaseríugeðveikin í Breiðholtinu er staðbundin. Það hefur runnið æði á fátæklingana og hasshausana í blokkunum þegar verðið á seríunni fór niður fyrir hundrað krónur. Þetta er mjög athyglisvert á að horfa en ég var hálfpartinn farin að blóta þessu og hugsa um að heimta verðhækkanir til að fá eitthvað vit í skreytingarnar á ný. Nú hef ég hins vegar skipt um skoðun. Ég ók nefnilega inn í Vesturbæinn í kvöld, í átt að Ægisíðunni og þá áttaði ég mig á misskiptingunni. Vesturbæjarsnobbið leggst greinilega ekki svo lágt að versla í Rúmfatalagernum. Mér brá, svo áður en ég vissi af var ég farin að æpa: Hvað eruð þið eiginlega að hugsa hérna? Vitið þið ekki að það eru að koma jól?!? En ég fékk ekkert svar. Kannski sá fólkið mig bara ekki í myrkrinu. Eða kannski vissi fólkið ekki hvað ég var að meina. Heldur að svona eigi þetta bara að vera. Jólin séu Jensen gull, hangandi smekklega af arinsyllu. Það veit líklega ekki betur, veit alls ekki að það er hægt að lýsa upp alla glugga í mismunandi litum seríum og fá þar að auki blikkandi hreindýr og jólasveina! Kannski hefur þetta fólk meira að segja aldrei komið upp í Breiðholt. Jæja, ég er glöð yfir því að það er hægt að kaupa jólin fyrir 100 krónur.
föstudagur, desember 05, 2003
Fórum í sumarbústað í Biskupstungum um helgina sem var svaka ljúft (við erum þegar búin að panta bústað aftur í febrúar!). Við ókum austur í skínandi veðri með glampandi sólskini svo stirndi á snjóinn. Stráin svignuðu undan ískristöllunum og trjágreinar voru þaktar snjó. Hvílík fegurð! Föndruðum jólakort og fórum í pottinn og höfðum það almennt notalegt. Brunuðum reyndar í bæinn aftur á laugardeginum svo Þráinn gæti staðið sína plikt og steikt laufabrauð í skólanum hennar Kristborgar. Við mæðgur skárum út af miklum móð á meðan hann steikti. Mamma og pabbi komu austur til okkar á sunnudeginum og þá upphófst mikið snjókast og hasar. Langfeðginin entust lengur úti en við hin og hurfu úr augsýn góða stund. Svo sást pabbi koma röltandi í hægðum sínum en sneri sér við og blístraði öðru hverju, brátt kom svo Kristborg á fjórum fótum á eftir, geltandi eins og hundur. Alveg dæmigert!
Jæja, mamma var svaka hrifin af þæfðu ullarjólakortunum sem ég var búin að búa til (væntanlegir viðtakendur geta farið að hlakka til jólanna núna) svo ég tók smá sýnikennslu og þæfði eitt stykki í viðbót, Þráinn hannaði munstrið sem kom svona líka vel út að ég held að þetta verði hengt upp á vegg.
Á leiðinni heim var sama blíða og fyrri daginn nema tunglið lýsti upp veginn, norðurljósin dönsuðu og Frón Áskells Mássonar lék í eyrum. Vel innrammað.
Jæja, mamma var svaka hrifin af þæfðu ullarjólakortunum sem ég var búin að búa til (væntanlegir viðtakendur geta farið að hlakka til jólanna núna) svo ég tók smá sýnikennslu og þæfði eitt stykki í viðbót, Þráinn hannaði munstrið sem kom svona líka vel út að ég held að þetta verði hengt upp á vegg.
Á leiðinni heim var sama blíða og fyrri daginn nema tunglið lýsti upp veginn, norðurljósin dönsuðu og Frón Áskells Mássonar lék í eyrum. Vel innrammað.
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
Heyrði frábæra kjaftasögu um Björgólfsfeðga í matarboði um helgina. Hér kemur hún.
Inngangur: Eina leiðin til að byggja upp fyrirtæki og verða ríkur í Rússlandi er að vinna með mafíunni. (Þetta í sjálfu sér hljómar líklega, ekki ólíklegt að þeir feðgar hafi þurft að kaupa sér leið í gegnum stjórnkerfið, og víðar).
Meginmál: Mafíunni er annt um sína hagsmuni og sinn fjárhag og er þ.a.l. búin að koma útsendurum sínum fyrir á Íslandi til að fylgjast með því hvernig feðgarnir ráðstafa fénu.
Niðurlag: (Það besta kemur núna): Sönnunina fyrir þessu er að finna í Vesturbæjarlauginni. Þar er aldrei pláss í heitu pottunum því Rússarnir hanga þar sí og æ!
Inngangur: Eina leiðin til að byggja upp fyrirtæki og verða ríkur í Rússlandi er að vinna með mafíunni. (Þetta í sjálfu sér hljómar líklega, ekki ólíklegt að þeir feðgar hafi þurft að kaupa sér leið í gegnum stjórnkerfið, og víðar).
Meginmál: Mafíunni er annt um sína hagsmuni og sinn fjárhag og er þ.a.l. búin að koma útsendurum sínum fyrir á Íslandi til að fylgjast með því hvernig feðgarnir ráðstafa fénu.
Niðurlag: (Það besta kemur núna): Sönnunina fyrir þessu er að finna í Vesturbæjarlauginni. Þar er aldrei pláss í heitu pottunum því Rússarnir hanga þar sí og æ!
Hafiði lesið úttektina á áhrifum útsýnis á íbúðaverð í Reykjavík? Vel skrifuð grein og áhugaverð úttekt:Er landslag einhvers virði? Ég vona að ég sé ekki að fara með rangt mál en ég held að höfundur þessarar greinar hafi verið með eindæmum óvinsæll hjá Samtökum atvinnulífsins fyrir að gagnrýna framkvæmdirnar við Kárahjnúka. Nú er hins vegar titringur í þessum sömu samtökum vegna þess að hátt gengi krónunnar gerir það að verkum að fyrirtæki á Íslandi sem selja vöru sína erlendis fá lítið fyrir sinn snúð og eiga í kröggum. Sjá: Alpan fór á hausinn í gær! Og færri Íslendingar fengu vinnu við að steypa en Samtökin áttu von á. Æ, æ. Kannski Sigurður Jóhannesson hafi haft eitthvað til síns máls eftir allt saman?
sunnudagur, nóvember 23, 2003
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
þriðjudagur, nóvember 18, 2003
K var hjá ömmu sinni eftir hádegi í vetrarfríinu sínu. Þar unir hún sér afskaplega vel. Þegar við sóttum hana ókum við inn í vetrarríki í Breiðholtinu, allir krakkar úti í snjógalla, kaffærandi hvern annan o.s.frv. Og afi dró S um á sleða við mikla hrifningu. Þegar okkur var orðið mátulega kalt voru bornar fram pönnukökur með rjóma og tilheyrandi og svo færði K okkur gjöf sem var heil vatnsmelóna sem búið var að taka innan úr og fylla svo aftur með niðurskornum ávöxtum og berjum. Melónunni var svo lokað aftur og gylltur borði bundinn utan um. Alveg frábært, og óvænt. Þessu fylgdi svo hjartnæmt kort og við vorum að sjálfsögðu snortin. Eins og skaplyndið getur verið erfitt og stórbrotið stundum á hún þetta til og þegar á allt er litið á hún kannski einmitt oft auðvelt með að sína elsku á þennan hátt, rétt eins og aðrar tilfinningar.
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Bústaðarferðin var afskaplega ljúf. Landslagið var stórbrotið, einkum vegna þess að snjófölin gerði allar línur skarpar þannig að gil og klettar skáru sig úr. Og sólin skein. Bæði úti og inni en sér í lagi í sinni! Við átum, drukkum, spiluðum og spjölluðum og fórum í pottinn. Lékum okkur í fótbolta og sáum Strokk gjósa. Óskar og K tuðuðu stanslaust í hvort öðru eins og þau væru hjón til margra ára. Ekki laust við að það væri þreytandi að hlusta á fyrir okkur hin en þeim fannst þetta greinilega vera eins og þetta átti að vera. Obba sagði einhvern tíma: Óskar minn, mér finnst þú nú vera svolítið ókurteis núna. Þá segir Óskar við K: "Hún mamma er orðin eitthvað skrýtin þarna niðri". Þá segir K við Obbu: "Ja það hljómar kannski þannig þarna niðri hjá þér"! En greinilega ekki í þeirra eyrum! Gaman að þessu!
föstudagur, október 31, 2003
Ferlega er ég þreytt og mygluð eittvað. Ég man ekki hvenær ég fór heim af Vegamótum í gær en það var vel fyrir miðnætti a.m.k. og ekki drakk ég svo mjög mikið. Skil þetta ekki. En það var rosa gaman. Og Kjúklinga Satay salatið var æði http://www.vegamot.is/matsedill.asp. Svo ætlum við að bruna í bústað á Flúðum í kvöld að hitta Langholtsvegsfjölskylduna. Vona ég hressist við þegar líður á daginn því við eigum eftir að finna hitt og þetta til fararinnar eins og gönguskó t.d. sem ég man alls ekki hvar eru. En mikið held ég að það verði gaman. . . mmmmm . . . heitur pottur. . . .
miðvikudagur, október 29, 2003
Fyrsti snjórinn er kominn. Jibbí! Snjókornin fóru að falla fyrir alvöru á meðan við borðuðum kvöldmat svo við snöruðumst út og rúlluðum boltum og gerðum snjóengla. Svaka gaman. Aumingja S hágrét þegar ég tók hann inn og ég þurfti að beita hann valdi til að ná honum úr útifötunum. Það var ekki gaman og hann varð að sjálfsögðu ennþá reiðari. Jæja, þau feðgin löbbuðu út í búð og keyptu búðing og rjóma sem var svaka gott og við hæfi í tilefni fyrsta snævarins.
sunnudagur, október 26, 2003
Þegar ég var skattgreiðandi í USA truflaði það samvisku mína ekki að gefa pening til samtaka sem létu til sín taka í pólitík þrátt fyrir að ég ætti þar ekki kosningarétt. Sem íbúi í landinu var erfitt að sitja algerlega hjá og þessi leið stóð opin. En nú? Þegar sömu samtök kölluðu eftir fjárframlögum til að hefja auglýsingaherferð sem á að opinbera sannleikann um Bush reif ég upp VISA kortið og hóf að slá inn númerið. En svo hætti ég við. Á ég að halda áfram að skipta mér af? Hef ég einhvern rétt á því? Og kemur þetta mér við? Á móti kemur að þetta er heimur okkar allra, ekki satt. Við styðjum hrjáða í öðrum löndum ekki síður en okkar eigin (jafnvel frekar?). Hví ekki að berjast með hinu góða gegn hinu illa. Ég veit að Guð stendur með mér og að minn Guð er betri. Allt í lagi, ég fór út af sporinu, röksemdafærsla valdamesta manns í heimi virðist smitandi. En ég er sannfærð. Tek aftur upp kortið!
Ég er úrvinda. Þ var í burtu í dag og ég reyndi að vera fyrirmyndar mamma með því að veita börnunum mínum fulla athygli helst hverja einustu stund. Það gerir samviskubit hinnar útivinnandi móður. Byrjuðum á föndri í morgun. Börnin lögðust á blaðrenninga og ég strikaði útlínur þeirra. Þetta vakti mikla lukku og entist þeim fram undir hádegi. Svo kom Oddný frænka og þá var tekið til við að blása upp blöðrur og búa til úr þeim hunda svo nú eru líklega til um tuttugu hundar í ýmsum litum af langskottsætt. Nú var brunað í Breiðholt til að gefa ungviðinu tækifæri til að taka út fjör sitt á langfeðrum og -mæðrum. Þar spiluðum við Life og þáðum vöfflur. Dömurnar blönduðu sér töfradrykk að hætti Harry Potters á meðan ég setti króka í gardínur sem mamma er búin að sauma fyrir okkur og fyllti svo bílinn af góssi, enda húsið enn hálffullt af okkar drasli. Segi og skrifa Drasli. Þá var haldið aftur í Koppó og tekið til við límmiðadundur og kjólaklæðnað og svo böðuð dömurnar S. Þær enduðu reyndar báðar í baðinu hjá honum en þetta gaf mér tíma til að setja upp gardínur fyrir tvo glugga. Fínt. Nú hringdi bjargvætturinn minn hún Anna og bauð okkur í súpu. Takk, takk. Við þangað og svo beint heim í háttinn. Nema ég, sem á eftir að hringja í foreldra barnanna í bekknum hennar K til að skipuleggja fund sem á aftur að skipuleggja bekkjarkvöld. Vei.
Meira seinna að hætti Toms Bawdens, löng saga.
Meira seinna að hætti Toms Bawdens, löng saga.
fimmtudagur, október 16, 2003
mánudagur, október 13, 2003
Fengum mömmu og pabba og Svavar í mat í gærkvöldi, það var mjög notalegt. Ég er svo ánægð með að eiga foreldra sem nenna að leika við börnin mín (og mig). Við vorum hér á tímabil í gær öll í halarófu undir trommutakti syngjandi Öxar við ána. Rosafjör. Og S klappaði ákaft að atriði loknu. Það var mjög fyndið. Hann klappar líka þegar ég syng fyrir hann Allir krakkar. Hann kann sig.
fimmtudagur, október 09, 2003
Áttum yndislega stund við viðtækið í kvöld, fyrst var barnaþátturinn Vitinn á dagskrá og öll fjölskyldan datt inn í að hlusta andaktug á upplestur úr Blíðfinni. Svo hófst bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og ekki minnkuðu andaktugheitin við það. Mér leið eins og ég væri inni í miðri Öddu bók, þetta var sama andrúmsloftið.
þriðjudagur, október 07, 2003
Fór með K til tannsa í gær. Engin skemmd, en þegar hann er búinn að skoða hana spyr hann hvort hann eigi að pensla hana með flúor. Já er það ekki bara, segi ég. Svo hann gerir það. Svo er komið að því að borga, 7000 krónur rúmar. Ferlega er þetta orðið dýrt, hugsa ég. Svo færðu endurgreitt niðri á Tryggingastofnun segir daman. Ég fer þangað í dag, og fer þá loksins að rýna í reikninginn. Heyrðu, skoðunin kostaði 2000 en flúorinn 5000! Og hann spyr mig hvort hann eigi að pensla hana rétt eins og hárgreiðslukonan fléttar hana og setur í hana teygjur þegar hún er búin að klippa hana! Nema hvað teygjurnar og greiðslan eru ókeypis.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)