Loksins frí!
Við hjónin erum búin að vera eins og hauslausar hænur að pakka niður í kvöld. Börnin ralla hálfvitlaus um og spóla rúllar í tækinu til að halda þeim rólegum. Enginn tími til að segja þeim að fara að sofa.
Hjólin fóru um borð í Jaxlinn í dag (mmmmmmm; hafnarstemming, sjávarlykt . .) og við sjáum þau aftur á Þingeyri á föstudag. Ragnar í Doddabúð passar upp á þau þangað til við sækjum þau.
Við ætlum okkur að hjóla út Dýrafjörðinn og inn í Arnarfjörð með fjöldamörgum stoppum á leiðinni. Jibbíjæ.
Dóla okkur þetta á 4-5 dögum.
Trallalallala . . .
miðvikudagur, júní 30, 2004
mánudagur, júní 28, 2004
Ósigur kosninganna hlýtur að vera Sjálfstæðisflokksins sem ekki tókst að smala fleirum til að skila auðu.
Annað: Væri ég áskrifandi að Morgunblaðinu segði ég því upp núna.
Fréttamat blaðsins er fyrir neðan allar hellur. Fréttir eru teknar gagnrýnislaust upp úr amerískri hægripressu. Lítið á forsíðuna. Ef það er ekki verið að tyggja einhver slagorð upp úr Bush sem hann hefur látið falla í kosningabaráttu sinni gegn Kerry er t.d. verið að leyfa Davíð að segja frá því hversu kærkomið símtal hann átti við sama Bush (vældi í honum um að flytja ekki herinn burt sem er aumingjaskapur í mínum huga) í heilar 7 mínútur (auk þess sem sagt var frá þessu á þremur öðrum stöðum í blaðinu!). Og nú um daginn stórfrétt á forsíðu um hversu mikilvægt það var honum (Davíð) að fá að fylgja Ronald Reagan, þeim glæpamanni, til grafar. Og hversu mikill aðdáandi hann væri. Afsakið á meðan ég æli.
Ég man of vel eftir því þegar ég las opinmynnt um persaflóastríðið í Mogganum.
Fréttamat þar á bæ var á þá leið að ég ætti ekki hafa neinar áhyggjur af (eða áhuga á) öðru í sambandi við þetta stríð en hversu langdrægar eldflaugar Bandaríkjamanna væru og hvers konar tækni þær væru búnar. Sett fram á myndrænan hátt, eins og skrýtlurnar.
Á kosningadag hvatti blaðið fólk til að skila auðu á forsíðunni, eftir að hafa haft um það stór orð í leiðurum undanfarið hvílíkt stríðsástand ríkti nú í þjóðfélaginu með þennan agalega forseta.
Og svo fullyrða Davíð og Hannes H. háum rómi í útvarpinu að enginn áróður hafi farið fram. Hvílíkir endemis hálfvitar. Þessir menn sem enn halda að orðið vinstri sé svo hræðilegt að við séum til í að gera hvað sem er til að þurfa ekki að heyra það aftur.
Og að orðið lýðræði þýði að ríkisstjórnin ein ráði og hinir segi já.
Fjölmiðlalögin eru meingölluð og það heitir virkt lýðræði að þjóðin kjósi um þau en ekki atlaga að lýðræðinu.
Baugur færir mér ágætis fréttablað ókeypis sem flytur yfirvegaðar og vandaðar fréttir, svona yfirleitt, og satt að segja þarf ekki eins dökk gleraugu við lestur þess eins og Moggans. Og það þolir Davíð ekki. En ég gleðst.
Annað: Væri ég áskrifandi að Morgunblaðinu segði ég því upp núna.
Fréttamat blaðsins er fyrir neðan allar hellur. Fréttir eru teknar gagnrýnislaust upp úr amerískri hægripressu. Lítið á forsíðuna. Ef það er ekki verið að tyggja einhver slagorð upp úr Bush sem hann hefur látið falla í kosningabaráttu sinni gegn Kerry er t.d. verið að leyfa Davíð að segja frá því hversu kærkomið símtal hann átti við sama Bush (vældi í honum um að flytja ekki herinn burt sem er aumingjaskapur í mínum huga) í heilar 7 mínútur (auk þess sem sagt var frá þessu á þremur öðrum stöðum í blaðinu!). Og nú um daginn stórfrétt á forsíðu um hversu mikilvægt það var honum (Davíð) að fá að fylgja Ronald Reagan, þeim glæpamanni, til grafar. Og hversu mikill aðdáandi hann væri. Afsakið á meðan ég æli.
Ég man of vel eftir því þegar ég las opinmynnt um persaflóastríðið í Mogganum.
Fréttamat þar á bæ var á þá leið að ég ætti ekki hafa neinar áhyggjur af (eða áhuga á) öðru í sambandi við þetta stríð en hversu langdrægar eldflaugar Bandaríkjamanna væru og hvers konar tækni þær væru búnar. Sett fram á myndrænan hátt, eins og skrýtlurnar.
Á kosningadag hvatti blaðið fólk til að skila auðu á forsíðunni, eftir að hafa haft um það stór orð í leiðurum undanfarið hvílíkt stríðsástand ríkti nú í þjóðfélaginu með þennan agalega forseta.
Og svo fullyrða Davíð og Hannes H. háum rómi í útvarpinu að enginn áróður hafi farið fram. Hvílíkir endemis hálfvitar. Þessir menn sem enn halda að orðið vinstri sé svo hræðilegt að við séum til í að gera hvað sem er til að þurfa ekki að heyra það aftur.
Og að orðið lýðræði þýði að ríkisstjórnin ein ráði og hinir segi já.
Fjölmiðlalögin eru meingölluð og það heitir virkt lýðræði að þjóðin kjósi um þau en ekki atlaga að lýðræðinu.
Baugur færir mér ágætis fréttablað ókeypis sem flytur yfirvegaðar og vandaðar fréttir, svona yfirleitt, og satt að segja þarf ekki eins dökk gleraugu við lestur þess eins og Moggans. Og það þolir Davíð ekki. En ég gleðst.
miðvikudagur, júní 09, 2004
Dag eftir dag skín sól.
Í morgun langaði mig til að:
fara í pils,
fara ekki í sokka,
vera heima og
vita ekki hvað klukkan er.
Svo langaði mig til að allir vinir mínir ættu heima í húsinum í kring, við myndum eyða deginum úti á grasi og spila fótbolta og aðra leiki og hangsa inni á milli.
En í staðinn fór ég bara í vinnuna eins og góðum smáborgara sæmir.
Í morgun langaði mig til að:
fara í pils,
fara ekki í sokka,
vera heima og
vita ekki hvað klukkan er.
Svo langaði mig til að allir vinir mínir ættu heima í húsinum í kring, við myndum eyða deginum úti á grasi og spila fótbolta og aðra leiki og hangsa inni á milli.
En í staðinn fór ég bara í vinnuna eins og góðum smáborgara sæmir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)