Í kaffitímanum í morgun sagði Júlía okkur frá því hvað það er gestkvæmt hjá bróður hennar í sveitinni. Það koma einhverjir í heimsókn í hvert sinn sem þau eru þar. Sífellt eru einhverjir að koma við og stoppa í mat o.s. frv.
“Ahhhh en frábært” stundum við hinar.
“Eitthvað annað en einangrunin hér í borginni sem ég er að verða vitlaus á” kvað ein.
“Já ég líka” andvörpuðum við hinar.
“En er þetta ekkert þreytandi”? spurði þá önnur.
“Jú alveg svakalega” sagði Júlía.
“Já einmitt” sögðum við hinar skilningsríkar.
“Og álag á hjónabandið að vera aldrei út af fyrir sig”.
“Jaaááá” (Allar í kór)
Því það má ekki vera of mikið af því góða.
Annars er komin jólastemmning hjá okkur, verið að skipuleggja föndur og við farnar að koma með smákökur með okkur til að deila í kaffitímanum. Það var Kristín Anna sem reið á vaðið með engiferkökum í fyrradag en í dag var það ég sem færði þeim marengssmákökur sem ég bakað gærkvöldi. Þráinn bjó nefnilega til rjómaís úr 28 eggjarauðum í gærkvöldi sem þýðir að 28 eggjahvítur hefðu farið til spillis ef ég hefði ekki bjargað þeim (að hluta).
föstudagur, nóvember 26, 2004
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Ég bar fram þá frómu ósk fyrir svefninn í gærkvöldi að ég myndi vakna alveg ferlega hress, bara ný og fersk og svona hress týpa. Þráinn sagði eitthvað á þá leið að þá yrði kalt í helvíti. Það reyndist rétt, ég er alveg sami fýlupúkinn í dag og vanalega.
Sigtryggur sonur okkar flutti til ömmu sinnar og afa í gærkvöldi. Hann var þar í heimsókn seinni part dagsins og þegar ég kom að sækja hann neitaði hann að koma heim. “Ég bý hér. Þetta er húsið mitt. Ég vil ekki koma með þér heim til þín.” Og við það sat. Hann gisti þar í nótt. Ég hringdi í hann gærkvöldi, hann svaraði, og þegar ég spurði hann hvað hann væri að gera: “Amma er að prjóna og sauma og ég er að raða dótinu í kassann”. Þetta hefur náttúrlega verið alveg yndislegt. Hann dútlar sér á gólfinu og ekkert heyrist nema tifið í prjónunum. Ég skil hann vel.
En hann hélt áfram að fá sínu fram. Þegar kom að því að fara af stað í leikskólann í morgun fór hann að kjökra og settist inn í sófa. Pabbi fékk hann af stað með því að segja að þeir yrðu nú að keyra ömmu í vinnuna. Þegar þeir komu út í bíl lyfti drengurinn upp tveimur fingrum og sagði að þegar amma væri komin í vinnuna færu þeir TVEIR aftur heim. Nú var afi í bobba. Þegar amma var svo komin í vinnuna var þetta endurtekið, nú færu þeir tveir heim! Afi sagði að hann yrði nú að fara aðeins í vinnuna líka og litli samþykkti það. Og þar eru þeir nú!
Sigtryggur sonur okkar flutti til ömmu sinnar og afa í gærkvöldi. Hann var þar í heimsókn seinni part dagsins og þegar ég kom að sækja hann neitaði hann að koma heim. “Ég bý hér. Þetta er húsið mitt. Ég vil ekki koma með þér heim til þín.” Og við það sat. Hann gisti þar í nótt. Ég hringdi í hann gærkvöldi, hann svaraði, og þegar ég spurði hann hvað hann væri að gera: “Amma er að prjóna og sauma og ég er að raða dótinu í kassann”. Þetta hefur náttúrlega verið alveg yndislegt. Hann dútlar sér á gólfinu og ekkert heyrist nema tifið í prjónunum. Ég skil hann vel.
En hann hélt áfram að fá sínu fram. Þegar kom að því að fara af stað í leikskólann í morgun fór hann að kjökra og settist inn í sófa. Pabbi fékk hann af stað með því að segja að þeir yrðu nú að keyra ömmu í vinnuna. Þegar þeir komu út í bíl lyfti drengurinn upp tveimur fingrum og sagði að þegar amma væri komin í vinnuna færu þeir TVEIR aftur heim. Nú var afi í bobba. Þegar amma var svo komin í vinnuna var þetta endurtekið, nú færu þeir tveir heim! Afi sagði að hann yrði nú að fara aðeins í vinnuna líka og litli samþykkti það. Og þar eru þeir nú!
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Guð og hommafóbían unnu kosningarnar í BNA og Gunnar í Krossinum fagnaði því ákaft að hans menn yrðu þar áfram við völd. Við fengum Kana í heimsókn sem voru á barmi taugaáfalls og þyrftu tvímælalaust á áfallahjálp að halda. Ég var farin að stappa í þau stálinu, af öllu fólki.
Kennarar búnir að semja (af sér) um sömu launahækkun og verið hefur á almennum markaði síðast árið.
Annars er farið að snjóa og börnin gleðjast og það geri ég líka í mínu barnslega hjarta.
Varð gæsku náungans aðnjótandi þegar ég spólaði í Mjóddinni, tveir kampakátir unglingspiltar á japanskum smábíl komu aðvífandi og ýttu mér úr vör. Ég greiddi skuld mína í sama þegar strætisvagninn sem ég var í komst ekki áfram vegna spólandi Jeppa. Strætóbílstjórinn fór út og setti lokurnar á fyrir manninn, smellti bílnum í fjórhjóladrifið fyrir hann og svo ýttum við honum af stað. Allir ánægðir.
Kennarar búnir að semja (af sér) um sömu launahækkun og verið hefur á almennum markaði síðast árið.
Annars er farið að snjóa og börnin gleðjast og það geri ég líka í mínu barnslega hjarta.
Varð gæsku náungans aðnjótandi þegar ég spólaði í Mjóddinni, tveir kampakátir unglingspiltar á japanskum smábíl komu aðvífandi og ýttu mér úr vör. Ég greiddi skuld mína í sama þegar strætisvagninn sem ég var í komst ekki áfram vegna spólandi Jeppa. Strætóbílstjórinn fór út og setti lokurnar á fyrir manninn, smellti bílnum í fjórhjóladrifið fyrir hann og svo ýttum við honum af stað. Allir ánægðir.
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Kom aftur til Connecticut klukkan 3 um nótt og fleygði mér í sófann. Var rétt að festa blund þegar ég heyrði í Michael fram í eldhúsi, bölvandi og ragnandi. Stuttu síðar var hann farinn að spila PacMan enda gamall meistari og þetta gera þeir líklega á andvökunóttum. Ég velti því fyrir mér að láta hann vita af mér en var hrædd um að honum brygði og hann fengi hjartaáfall. Og ég yrði morðingi. Svo ég lét bara lítið fyrir mér fara og tókst á endanum að sofna í síbyljunni. Þegar Emma og Kristborg skottuðust inn um hálfáttaleytið sá ég að gamli svaf í stól þarna í stofunni hjá mér. Hann laumaðist svo hljóðlaust út fjótlega eftir að lætin hófust í krökkunum. Þegar ég hitti hann seinna um daginn spurði ég hann hvort ég hefði stolið hans plássi í sófanum :) en hann neitaði því. Ekki fer frekari sögum af honum.
Héldum upp á afmælið hennar Emmu á Flamig farm þar sem við fórum í frábæra heyvagnsferð um skóginn þar sem við hittum fyrir nornir og afturgöngur. Svaka gaman.
Skildum við þessa frábæru fjölskyldu sem allt stefnir í að við hittum næst í sjálfbærri hippanýlendu í nýju mexíkó og héldum til Boston seinnipartinn. Áttum ánægjulega kvöldstund með Elfari og fjölskyldu en fórum snemma í háttinn enda flug til CA klukkan 6:20 AM. Hver fann upp aðrar eins tímasetningar á flugferðir?
Héldum upp á afmælið hennar Emmu á Flamig farm þar sem við fórum í frábæra heyvagnsferð um skóginn þar sem við hittum fyrir nornir og afturgöngur. Svaka gaman.
Skildum við þessa frábæru fjölskyldu sem allt stefnir í að við hittum næst í sjálfbærri hippanýlendu í nýju mexíkó og héldum til Boston seinnipartinn. Áttum ánægjulega kvöldstund með Elfari og fjölskyldu en fórum snemma í háttinn enda flug til CA klukkan 6:20 AM. Hver fann upp aðrar eins tímasetningar á flugferðir?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)