Nú er ég búin að fara með hana Sky vinkonu mína á helstu viðkomustaði Suðurlands. Það er gaman að gefa sér loksins tíma til að nema staðar við Skógafoss, Seljalandsfoss, Jökulsárlón o.s.frv. Ég mæli ótvírætt með ferð út í Ingólfshöfða að skoða lunda, skúm og fleiri fugla með ábúendum á Hofsnesi.
Best var að koma í sveitina þó, í Berunes. Stússast í fé, reka það í rétt, gefa lömbum ormalyf, mjólka eina sem var ósogin öðrumegin, vasast eitthvað. Ganga æðarvarpið, búið að vera kalt vor, fjallið er enn grátt og haginn ekki orðinn grænn heldur, kollurnar sitja enn, verptu með seinna fallinu í vor. Siggi var enn með féð í túninu en við slepptum hluta þess upp í fjall í vikunni. Þær voru orðnar svo spenntar að þær hlupu af stað upp túnið þegar hann opnaði hliðið, það þurfti engan rekstur. Litla lambið er enn inni í húsi, stækkar þó.
Börnin léku sér í búinu, Sigtryggur er orðinn áhugasamari en Kristborg og eldar af miklum krafti. Hún tekur þó til hendinni í eldhúsinu öðru hverju en er farin að hafa hugann við aðra hluti, leikurinn er að minnka í henni. Eða breytast. Ég kom heim með stóran poka fullan af rabarbara og er búin að elda sultu úr helmingnum í margar krukkur. Úti í skúr bíður poki af æðardún eftir að vera sendur í hreinsun. Á morgun.
“Think globally, eat locally” hefur verið mér ofarlega í huga upp á síðkastið og ég rækta kartöflur og skipulegg sultun á berjum og rabarbara, krækiberjapressun o.s.frv. Uppskerusúpur og heimabakað brauð skal vera þema haustsins. En í kvöld lögðumst við hjónin í ítalskar uppskriftir á panforte biscotti og risotto (undir rabarbarasultulykt), sem kom mér í ekki lægri hæðir. "My emotional life" skal vera heitið á ævisögu minni. Gæti orðið krassandi fyrir þá sem hafa á annað borð áhuga á slíku. Kveðjur, Elsa.
mánudagur, maí 30, 2005
Ég er hátt uppi í kvöld, með rauðvín og súkkulaði í munninum, Kraftwerk í eyrunum, dýrindis kvöldmat a la Þráinn í maganum, pavlovu í ofninum, efni í Pinjada í skottinu á bílnum og trampolín út í garði (eins og vera ber ef maður ætlar að vera maður með mönnum á Íslandi í dag). Afmælistíð Kristborgar er gengin í garð og bekkjarafmæli skipulagt á fimmtudag. Og svo erum við nýkomin úr sveitinni og þótt ég hafi velt því fyrir mér fram og aftur í dag hvernig ég gæti mögulega breytt um lífsstíl á þann hátt að ég gæti eytt sumrunum í sveitinni og minnkað stressið þá líður mér bara þokkalega í augnablikinu. Ég kom eiginlega ekki endurnærða úr fríinu heldur haldin meiri þrá eftir meira fríi. Sveitaferðin var ævintýri. Í dag er það lúxus að geta farið með börnin í sveit. Kristborg var í skýjunum og tók að sér pelagjafir til svöngu lambanna þriggja þrisvar á dag og Sigtryggur hjálpaði til af stakri prýði. Og þau fylgdust andaktug með burðinum. Sigtryggur átti gullmola:
(Sigtryggur talar hátt og snjallt og skemmtir öllum viðstöddum)
Sigtryggur: "mamma, ég er lítill!"
Ég: "já þú ert lítill en þú ert að stækka og ert nú orðinn svolítið stór"
Sigtryggur:"Kristborg fædddist á undan mér!"
Ég: "já"
Sigtryggur: "Ég er nýborinn!"
Ég: hvumsa
Sigryggur: "Það var slím á mér þegar ég fæddist!"
Ég: "já"
Sigtryggur: "Þú sleiktir mig!"
Ég hjálpaði kindum við burð í fyrsta sinn sem var mitt ævintýri. Gleðilegt ævintýri af því að það lukkaðist. Svo fórum við í fjallgöngu og fjöruferð og margt margt fleira sem of langt mál væri upp að telja. Og mamma og pabbi voru með og Svavar, Berglind og Elísa líka. Svaka gaman.
(Sigtryggur talar hátt og snjallt og skemmtir öllum viðstöddum)
Sigtryggur: "mamma, ég er lítill!"
Ég: "já þú ert lítill en þú ert að stækka og ert nú orðinn svolítið stór"
Sigtryggur:"Kristborg fædddist á undan mér!"
Ég: "já"
Sigtryggur: "Ég er nýborinn!"
Ég: hvumsa
Sigryggur: "Það var slím á mér þegar ég fæddist!"
Ég: "já"
Sigtryggur: "Þú sleiktir mig!"
Ég hjálpaði kindum við burð í fyrsta sinn sem var mitt ævintýri. Gleðilegt ævintýri af því að það lukkaðist. Svo fórum við í fjallgöngu og fjöruferð og margt margt fleira sem of langt mál væri upp að telja. Og mamma og pabbi voru með og Svavar, Berglind og Elísa líka. Svaka gaman.
laugardagur, apríl 09, 2005
Krakkarnir mínir léku sér svo vel saman í gær (og þá verður mamma svo glöð :) ). Þau gerðu hús úr stólum og teppi í stofunni sem var einhvers konar sjóræningjabyrgi og söfnuðu þangað alls kyns gulli og gersemum. Eftir kvöldmatinn róaðist leikurinn og þau fóru að teikna saman. Sigtryggur fylgdist andaktugur með Kristborgu teikna manneskju, sem átti að vera hann. Hún teiknaði allt nema fæturna sem hann átti að fá að gera. Þá upphófst athyglisverður málarekstur. Sigtryggur stóð nefnilega á því fastar en fótunum að fæturnir ættu að koma út úr höfðinu á kallinum! Kristborg gerði allt sem hún gat til að sýna honum fram á að þeir ættu að koma út úr búknum, en án árangurs. Hann fékk því sitt fram á endanum og úr varð þessi fína mynd teiknuð í stíl blandaðrar stefnu 8 og 2 ára þroskastigs!
Svo var ég aldrei búin að segja frá því þegar við héldum uppi heiðri vannýttra endhúsáhalda og -tækja í sumarbústað við Álftavatn í byrjun mars. Þar var gert heimatilbúið tagliatelle pasta með pastagerðarvélinni, sushi með sushigerðarsettinu og ís í ísgerðarvélinni. Þetta var nautnahelgi, nema hvað ég var ekki til neinnar skemmtunar (frekar en vanalega svo sem) hundslöpp og þreytt. En þau hin, Svavar, Berglind, mamma, pabbi, Þráinn og börnin voru sæt og góð eins og þau eiga að sér.
Og við fórum á árshátið í vinnunni minni í frábærum sal í Iðu. Skemmtiatriðin vor hvert öðru betra og við vinkonurnar sem héldum að við yrðum með atriði aldarinnar með söngmyndbandinu okkar vorum bara (næstum :), játa okkur ekki alveg sigraðar) slegnar út með atriðum annarra. UVS var með frábæra stuttmynd og hin slógu í gegn líka. Svavar og Berglind voru með útgáfupartí Skakkamanage í Hvíta koti sama kvöld og við hjónin brugðum okkur þangað. Því miður misstum við af pabba kveða rímur og fara með gamanmál ásamt öllum öðrum dagskrárliðum en þegar við komum var dynjandi diskóstuð! og gleði eins og þessum félagsskap virðist eðlislægt.
Já og vorið kom og við horfðum á runnana bruma og krókusana skjóta upp kollinum og lóan kom og býflugan vaknaði. En veturinn kom aftur, móðgaður yfir að vera talinn af, nógu lengi til að við gátum rennt okkur nokkrar bunur á snjóþotu, gert snjókarl og snjólistaverk. Ég held að vorið sé komið á ný en það er bara engu treystandi í þessum efnum.
Og Hrefna og Anna Sólrún komu í heimsókn sem var æði. Söknuðurinn eftir Stanford kaflanum í lífi mínu er ekki horfinn og þær eru hluti af honum. Ekki gleyma að ég er líka full af þakklæti yfir honum, hann verður hvergi endurtekinn. Það tekur bara eitthvað nýtt við.
Í dag:
Sigtryggur: Mamma, hvar er pabbi?
Ég: Á ráðstefnu. Hann er að spjalla við fólk og læra ýmislegt nýtt.
Sigtryggur: Ó. Kannski er hann að læra að skjóta af fallbyssu!
Og Kristborg fékk að gista hjá ömmu og afa í nótt "Mig langar að taka einn slag við ömmu"
Kveðjur,
Elsa
Svo var ég aldrei búin að segja frá því þegar við héldum uppi heiðri vannýttra endhúsáhalda og -tækja í sumarbústað við Álftavatn í byrjun mars. Þar var gert heimatilbúið tagliatelle pasta með pastagerðarvélinni, sushi með sushigerðarsettinu og ís í ísgerðarvélinni. Þetta var nautnahelgi, nema hvað ég var ekki til neinnar skemmtunar (frekar en vanalega svo sem) hundslöpp og þreytt. En þau hin, Svavar, Berglind, mamma, pabbi, Þráinn og börnin voru sæt og góð eins og þau eiga að sér.
Og við fórum á árshátið í vinnunni minni í frábærum sal í Iðu. Skemmtiatriðin vor hvert öðru betra og við vinkonurnar sem héldum að við yrðum með atriði aldarinnar með söngmyndbandinu okkar vorum bara (næstum :), játa okkur ekki alveg sigraðar) slegnar út með atriðum annarra. UVS var með frábæra stuttmynd og hin slógu í gegn líka. Svavar og Berglind voru með útgáfupartí Skakkamanage í Hvíta koti sama kvöld og við hjónin brugðum okkur þangað. Því miður misstum við af pabba kveða rímur og fara með gamanmál ásamt öllum öðrum dagskrárliðum en þegar við komum var dynjandi diskóstuð! og gleði eins og þessum félagsskap virðist eðlislægt.
Já og vorið kom og við horfðum á runnana bruma og krókusana skjóta upp kollinum og lóan kom og býflugan vaknaði. En veturinn kom aftur, móðgaður yfir að vera talinn af, nógu lengi til að við gátum rennt okkur nokkrar bunur á snjóþotu, gert snjókarl og snjólistaverk. Ég held að vorið sé komið á ný en það er bara engu treystandi í þessum efnum.
Og Hrefna og Anna Sólrún komu í heimsókn sem var æði. Söknuðurinn eftir Stanford kaflanum í lífi mínu er ekki horfinn og þær eru hluti af honum. Ekki gleyma að ég er líka full af þakklæti yfir honum, hann verður hvergi endurtekinn. Það tekur bara eitthvað nýtt við.
Í dag:
Sigtryggur: Mamma, hvar er pabbi?
Ég: Á ráðstefnu. Hann er að spjalla við fólk og læra ýmislegt nýtt.
Sigtryggur: Ó. Kannski er hann að læra að skjóta af fallbyssu!
Og Kristborg fékk að gista hjá ömmu og afa í nótt "Mig langar að taka einn slag við ömmu"
Kveðjur,
Elsa
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Sigtryggur fór í röraeyrnaaðgerð í þriðja sinn á ferlinum í dag. Í þetta sinn til að fjarlægja rör sem hafði fallið út en lá öfugu megin við hljóðhimnuna. Það var erfitt að sjá hann sofna og enn erfiðara að bíða eftir að hann vaknaði. Ég er búin að vera viðkvæm í allan dag (meira en vanalega sem sagt) og ef einhver myndi bregða mér gæti ég alveg brostið í grát. Svo engar snöggar hreyfingar takk fyrir! Svo kom læknirinn og sagði að allt hefði gengið vel og ég gaf honum nægan tíma til að segja mér sjálfur hvað hann hefði gert en þurfti að spyrja hann á endanum. “Svo þú hefur náð rörinu sem sagt?” Hann virtist hálfmóðgast. Málið er að ég treysti honum 98% en ekki að fullu. Ég vil að hann segi mér hvað hann gerði í stað þess að komast að því seinna að hann hafi óvart sett ný rör í eða fjarlægt hálskirtla í stað þess sem átti að gera. Er ég bara asni?
laugardagur, febrúar 12, 2005
Þá er maður skriðinn á fætur eftir enn eitt svallið. Svilkona mín hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í gær með myndarbrag, 40 manna langborði og ræðuhöldum og tilheyrandi. Þeir úthaldsbestu stigu dansspor í lokin og það var ekki leiðinlegt. Mér var snúið í marga hringi af mönnum sem kunnu sitt fag og gerðu sitt besta til að aðstoða mig:
“step, step, cha, cha, cha, step, step . . ., finnum taktinn aftur, svona já og svo . . . step, step, cha, cha, cha . . .”
Og: “vinstri, hægri, hægri, vinstri, hægri, hægri, . . . hægðu aðeins á þér, svona já, slakaðu á . . . vinstri, hægri, hægri . . . ég er greinilega í allt of stórum skóm . . .”
Það hljóta allir að sjá hvað þetta var gaman.
“step, step, cha, cha, cha, step, step . . ., finnum taktinn aftur, svona já og svo . . . step, step, cha, cha, cha . . .”
Og: “vinstri, hægri, hægri, vinstri, hægri, hægri, . . . hægðu aðeins á þér, svona já, slakaðu á . . . vinstri, hægri, hægri . . . ég er greinilega í allt of stórum skóm . . .”
Það hljóta allir að sjá hvað þetta var gaman.
föstudagur, febrúar 11, 2005
Það er kafasnjór úti og örugglega fyrir löngu búið að setja einhvers konar snjóalagamet á þessum vetri. En sólin skín, það er bjart og fagurt og krummi krunkar úti. Sumarleyfis auglýsingar streyma inn og ekki laust við að það sé kominn fiðringur í okkur. Eins og vanalega þurfum við að taka á honum stóra okkar við að halda okkur á jörðinni og gera raunhæfar áætlanir. Upp á borðinu núna er gönguferð um Langasjó, Lónsöræfi eða Héðinsfjörð. Allt eða ekkert? Hjólreiðaferð í anda síðasta sumars er bókuð í byrjun júlí. Svo er það alltaf spurning um Grænland og Færeyjar, er þetta árið til að heimsækja nágrannana handan við sundin? Jæja, best að fara ekki yfirum á þessu. Það kemur sumar á eftir þessu sumri. Spaklega mælt að vanda.
Nei, kemur ekki hann Sigtryggur sjóræningi aðvífandi og biður um banana og mjólkurglas. Sest hér hjá mér elskulegur, leggur frá sér sverðið, og spyr:
“Ert þú með nærbuxur”?
“Ert þú kona”?
Eru þetta spurningar sem sjóræningjar spyrja að staðaldri?
Sonur minn hefur verið sjóræningi síðan um jól. Hann ber sjóræningjaskikkju og er ekki fyrr kominn fram úr rúminu á morgnana en hann biður um að það sé málað á hann skegg og leppur fyrir augað og þetta þarf að endurtaka um leið og hann kemur heim af leikskólanum. Svo siglum við um sæinn og berjumst við aðra sjóræningja, björgum prinsessum og fellum eldspúandi dreka. Og komum oft við á Sjónarhóli. Ævintýralegt. Þessi drengur þarf ekki að fara að heiman til að ferðast.
Nei, kemur ekki hann Sigtryggur sjóræningi aðvífandi og biður um banana og mjólkurglas. Sest hér hjá mér elskulegur, leggur frá sér sverðið, og spyr:
“Ert þú með nærbuxur”?
“Ert þú kona”?
Eru þetta spurningar sem sjóræningjar spyrja að staðaldri?
Sonur minn hefur verið sjóræningi síðan um jól. Hann ber sjóræningjaskikkju og er ekki fyrr kominn fram úr rúminu á morgnana en hann biður um að það sé málað á hann skegg og leppur fyrir augað og þetta þarf að endurtaka um leið og hann kemur heim af leikskólanum. Svo siglum við um sæinn og berjumst við aðra sjóræningja, björgum prinsessum og fellum eldspúandi dreka. Og komum oft við á Sjónarhóli. Ævintýralegt. Þessi drengur þarf ekki að fara að heiman til að ferðast.
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Það er svo geðveikt að gera í vinnunni að ég veit vart hvað ég heiti. Svo komu stórlaxarnir frá BNA og reyndu að finna út hvernig væri hægt að afkasta enn meiru án meiri tilkostnaðar. Með löngum fundahöldum fundum við tvær mínútur hér og tvær þar sem hægt var að spara. Mér heyrist niðurstaðan vera sú að ráða fleira fólk. Og svo héldum við vinnupartý sem stóð til hálfsex um morguninn sem er betra en ég hef gert í fjölda ára. Ekki síst vegna þess að ég hef sjálf ekki haft úthald í svona lagað eftir að ég komst á fullorðinsár (eða eignaðist börnin). En þetta var svaka fjör. Og það veitti ekki af þessu enda höfum við vinnufélagarnir varla haft tíma til að líta upp, hvað þá að spjalla saman upp á síðkastið. En nú tek ég mér frí á morgun og ætla að njóta þess að eiga langa helgi og slaka á. Geri vonandi ekki neitt, nema safna kröftum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)