miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Sigtryggur fór í röraeyrnaaðgerð í þriðja sinn á ferlinum í dag. Í þetta sinn til að fjarlægja rör sem hafði fallið út en lá öfugu megin við hljóðhimnuna. Það var erfitt að sjá hann sofna og enn erfiðara að bíða eftir að hann vaknaði. Ég er búin að vera viðkvæm í allan dag (meira en vanalega sem sagt) og ef einhver myndi bregða mér gæti ég alveg brostið í grát. Svo engar snöggar hreyfingar takk fyrir! Svo kom læknirinn og sagði að allt hefði gengið vel og ég gaf honum nægan tíma til að segja mér sjálfur hvað hann hefði gert en þurfti að spyrja hann á endanum. “Svo þú hefur náð rörinu sem sagt?” Hann virtist hálfmóðgast. Málið er að ég treysti honum 98% en ekki að fullu. Ég vil að hann segi mér hvað hann gerði í stað þess að komast að því seinna að hann hafi óvart sett ný rör í eða fjarlægt hálskirtla í stað þess sem átti að gera. Er ég bara asni?
laugardagur, febrúar 12, 2005
Þá er maður skriðinn á fætur eftir enn eitt svallið. Svilkona mín hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í gær með myndarbrag, 40 manna langborði og ræðuhöldum og tilheyrandi. Þeir úthaldsbestu stigu dansspor í lokin og það var ekki leiðinlegt. Mér var snúið í marga hringi af mönnum sem kunnu sitt fag og gerðu sitt besta til að aðstoða mig:
“step, step, cha, cha, cha, step, step . . ., finnum taktinn aftur, svona já og svo . . . step, step, cha, cha, cha . . .”
Og: “vinstri, hægri, hægri, vinstri, hægri, hægri, . . . hægðu aðeins á þér, svona já, slakaðu á . . . vinstri, hægri, hægri . . . ég er greinilega í allt of stórum skóm . . .”
Það hljóta allir að sjá hvað þetta var gaman.
“step, step, cha, cha, cha, step, step . . ., finnum taktinn aftur, svona já og svo . . . step, step, cha, cha, cha . . .”
Og: “vinstri, hægri, hægri, vinstri, hægri, hægri, . . . hægðu aðeins á þér, svona já, slakaðu á . . . vinstri, hægri, hægri . . . ég er greinilega í allt of stórum skóm . . .”
Það hljóta allir að sjá hvað þetta var gaman.
föstudagur, febrúar 11, 2005
Það er kafasnjór úti og örugglega fyrir löngu búið að setja einhvers konar snjóalagamet á þessum vetri. En sólin skín, það er bjart og fagurt og krummi krunkar úti. Sumarleyfis auglýsingar streyma inn og ekki laust við að það sé kominn fiðringur í okkur. Eins og vanalega þurfum við að taka á honum stóra okkar við að halda okkur á jörðinni og gera raunhæfar áætlanir. Upp á borðinu núna er gönguferð um Langasjó, Lónsöræfi eða Héðinsfjörð. Allt eða ekkert? Hjólreiðaferð í anda síðasta sumars er bókuð í byrjun júlí. Svo er það alltaf spurning um Grænland og Færeyjar, er þetta árið til að heimsækja nágrannana handan við sundin? Jæja, best að fara ekki yfirum á þessu. Það kemur sumar á eftir þessu sumri. Spaklega mælt að vanda.
Nei, kemur ekki hann Sigtryggur sjóræningi aðvífandi og biður um banana og mjólkurglas. Sest hér hjá mér elskulegur, leggur frá sér sverðið, og spyr:
“Ert þú með nærbuxur”?
“Ert þú kona”?
Eru þetta spurningar sem sjóræningjar spyrja að staðaldri?
Sonur minn hefur verið sjóræningi síðan um jól. Hann ber sjóræningjaskikkju og er ekki fyrr kominn fram úr rúminu á morgnana en hann biður um að það sé málað á hann skegg og leppur fyrir augað og þetta þarf að endurtaka um leið og hann kemur heim af leikskólanum. Svo siglum við um sæinn og berjumst við aðra sjóræningja, björgum prinsessum og fellum eldspúandi dreka. Og komum oft við á Sjónarhóli. Ævintýralegt. Þessi drengur þarf ekki að fara að heiman til að ferðast.
Nei, kemur ekki hann Sigtryggur sjóræningi aðvífandi og biður um banana og mjólkurglas. Sest hér hjá mér elskulegur, leggur frá sér sverðið, og spyr:
“Ert þú með nærbuxur”?
“Ert þú kona”?
Eru þetta spurningar sem sjóræningjar spyrja að staðaldri?
Sonur minn hefur verið sjóræningi síðan um jól. Hann ber sjóræningjaskikkju og er ekki fyrr kominn fram úr rúminu á morgnana en hann biður um að það sé málað á hann skegg og leppur fyrir augað og þetta þarf að endurtaka um leið og hann kemur heim af leikskólanum. Svo siglum við um sæinn og berjumst við aðra sjóræningja, björgum prinsessum og fellum eldspúandi dreka. Og komum oft við á Sjónarhóli. Ævintýralegt. Þessi drengur þarf ekki að fara að heiman til að ferðast.
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Það er svo geðveikt að gera í vinnunni að ég veit vart hvað ég heiti. Svo komu stórlaxarnir frá BNA og reyndu að finna út hvernig væri hægt að afkasta enn meiru án meiri tilkostnaðar. Með löngum fundahöldum fundum við tvær mínútur hér og tvær þar sem hægt var að spara. Mér heyrist niðurstaðan vera sú að ráða fleira fólk. Og svo héldum við vinnupartý sem stóð til hálfsex um morguninn sem er betra en ég hef gert í fjölda ára. Ekki síst vegna þess að ég hef sjálf ekki haft úthald í svona lagað eftir að ég komst á fullorðinsár (eða eignaðist börnin). En þetta var svaka fjör. Og það veitti ekki af þessu enda höfum við vinnufélagarnir varla haft tíma til að líta upp, hvað þá að spjalla saman upp á síðkastið. En nú tek ég mér frí á morgun og ætla að njóta þess að eiga langa helgi og slaka á. Geri vonandi ekki neitt, nema safna kröftum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)