Við Sigtryggur vöknuðum klukkan 9:50 í morgun! og morgunmaturinn hjá Öggu átti að vera klukkan 10! Stelpurnar voru löngu vaknaðar og lágu inni í sófa og horfðu á barnatímann. Það magnaða er að við vorum mætt hálfellefu! Ljúf samvera með þeim. Litaraftið sem verið var að skoða hjá hestunum hjá Jóni er svokallað glómoldótt!
Svo ætlaði Þorkell að skreppa niður í húsdýragarð og taka Jón Heiðar með og endaði á að taka Sigtrygg og stelpurnar líka. Ég notaði tækifærið og náði mér í kantskera og brúkaði hann óspart. Sótti krakkana í garðinn um klukkan þrjú, alsæl, höfðu fengið miða í rúllum í tækin hjá Þorkeli! Heyrðist stelpurnar hafa staðið sig ágætlega í að passa strákana. Jæja, þá lá beinast við að fara í Íscafe og kaupa ís sem var borðaður á teppi úti í garði. Í sólinni. Nema hvað, ég hentist í IKEA, árangurinn færð þú að sjá þegar þú kemur heim :) Ekki hafa áhyggjur, kaupi ekkert stórt án þíns álits.
Í gær var líka sólardagur í garðinum. Jökull bauð Sigtryggi í afmælið sitt sem hann var mjög spenntur fyrir. Vildi gefa honum derhúfu (hann gengur sjálfur með NimbleGen húfuna þessa dagana) svo það var auðvelt. Hins vegar stakk hann að minnsta kosti þrisvar af heim úr afmælinu. Leist ekkert á alla þessa krakka sem hann þekkti ekki. Jökull hafði boðið allri deildinni sinni skilst mér. Við fórum á endanum heim áður en afmælið var hálfnað. Mættum samt aðeins aftur til að taka þátt í að slá köttinn úr tunnunni. "Tunnurnar" eru víst farnar að fást hér, í Einu sinni var. Spurning hvort við höldum áfram að búa okkar til???
Já og svo spilað Kristborg voða vel á tónleikunum um morguninn. Og Oddný er búin að vera hjá okkur alla helgina, gleymdi ég ekki að segja það.
Kær kveðja!
sunnudagur, maí 14, 2006
fimmtudagur, maí 11, 2006
Hæ, hæ,
allt í gúddí hér. Krakkarnir sofnaðir. Við Sigtryggur komust ekkert smá langt í Lego Starwars í kvöld, við vorum bæði orðin eldrauð af æsingi :) Og Kristborg hoppaði 200 "setuhopp" á trampolíninu af því þú hafðir sagt henni að bæta upp fyrir tapaða leikfimistíma :) Heyrðu, tók til í dag, út úr leiðindum. Sárvantar kantskera. Og frídag. Morgunmatur hjá Öggu og Kela á sunnudaginn. Agga hringdi í kvöld, við töluðum um hesta. Hún ætlar að sýna mér skýrsluna um litina á hestum pabba hennar á sunnudag. Hlakka til. Eftir hellidembuna í dag er kvöldið er fagurt og stillt og það brakar í gróðrinum. Hann hlýtur að vera með vaxtarverki.
Svo eru vortónleikar í tónó á laugardaginn kl. 10 og viðtal í nýja tónó á mánudag klukkan 15:10, en hvenær er næsti tími hjá Berglindi???
Saknaðarkveðja.
allt í gúddí hér. Krakkarnir sofnaðir. Við Sigtryggur komust ekkert smá langt í Lego Starwars í kvöld, við vorum bæði orðin eldrauð af æsingi :) Og Kristborg hoppaði 200 "setuhopp" á trampolíninu af því þú hafðir sagt henni að bæta upp fyrir tapaða leikfimistíma :) Heyrðu, tók til í dag, út úr leiðindum. Sárvantar kantskera. Og frídag. Morgunmatur hjá Öggu og Kela á sunnudaginn. Agga hringdi í kvöld, við töluðum um hesta. Hún ætlar að sýna mér skýrsluna um litina á hestum pabba hennar á sunnudag. Hlakka til. Eftir hellidembuna í dag er kvöldið er fagurt og stillt og það brakar í gróðrinum. Hann hlýtur að vera með vaxtarverki.
Svo eru vortónleikar í tónó á laugardaginn kl. 10 og viðtal í nýja tónó á mánudag klukkan 15:10, en hvenær er næsti tími hjá Berglindi???
Saknaðarkveðja.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)